Fréttir

ADR-réttindanámskeið fyrir flutning á hættulegum farmi

26.3.2013

adr44 Vinnueftirlitið mun halda eftirfarandi námskeið í Reykjavík ef næg þátttaka fæst fyrir þá er öðlast vilja réttindi til að flytja hættulegan farm á Íslandi og annars staðar á evrópska efnahagssvæðinu og víðar í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 1077/2010 um flutning á hættulegum farmi.  


Flutningur á stykkjavöru (grunnnámskeið):   22. -  24. apríl 2013  

Flutningur í/á tönkum:                                                2. - 3. maí 2013  
Flutningur á sprengifimum farmi:                                    4. maí 2013

Skilyrði fyrir þátttöku á námskeiðunum um flutning í/á tönkum og/eða á sprengifimum farmi er að viðkomandi hafi setið námskeið um flutning á stykkjavöru (grunnnámskeið) og staðist próf í lok þess. 
  Námskeiðið er haldið í húsnæði Rafiðnaðarskólans, Stórhöfða 27, 110 Reykjavík, jarðhæð. Bílastæði og inngangur er neðan við húsið, norðanmegin (Grafarvogsmegin). 
Ath. námskeiðið er EKKI haldið í húsnæði Vinnueftirlitsins að Bíldshöfða 16.
 
  Skrá skal þátttöku og greiða námskeiðs- og skírteinisgjald í síðasta lagi miðvikudaginn 17. apríl 2013.

Verð:
Flutningur á stykkjavöru kr. 55.850
Flutningur á/í tönkum kr. 33.250
Flutningur á sprengifimum farmi kr. 15.400
Skírteinisgjald kr. 6.670.

Nánari upplýsingar hjá skrifstofu Vinnueftirlitsins, Bíldshöfða 16, Reykjavík, sími 550 4600.