Fréttir

ADR - endurmenntunarnámskeið fyrir ökumenn sem flytja hættulegan farm

18.10.2012

Samkvæmt reglugerð nr. 1077/2010 um flutning á hættulegum farmi er gildistími ADR-réttinda 5 ár. Heimilt er að framlengja gildistímann um fimm ár í senn hafi handhafi ADR-réttindanna á síðustu tólf mánuðum áður en gildistíminn rann út lokið endurmenntunarnámskeiði og staðist próf í lok þess.

Næstu endurmenntunarnámskeið verða í:
Reykjavík 
Grunnnámskeið                              5. nóvember 2012
Flutningur í tönkum:                        6. nóvember 2012
Flutningur á sprengifimum farmi       7. nóvember 2012
Grunnnámskeið                              3. desember 2012
Flutningur í tönkum:                        4. desember 2012
Flutningur á sprengifimum farmi       5. desember 2012
Til að að endurnýja réttindi fyrir flutninga á hættulegum farmi í tönkum og/eða flutningi á sprengifimum farmi verður viðkomandi að hafa gild réttindi fyrir stykkjavöruflutninga (grunnnámskeið).
Námskeiðin verða haldin í húsnæði Rafiðnaðarskólans, Stórhöfða 27 og hefjast kl. 09.00. 
Skráning á slóðinni http://skraning.ver.is . Nánari upplýsingar hjá skrifstofu Vinnueftirlitsins í Reykjavík, s. 550 4600.
Athugið að ef ekki er sótt endurmenntunarnámskeið áður en réttindin renna út verður viðkomandi að sitja ADR-námskeiðin frá grunni til að öðlast þau að nýju.