Fréttir

Á vaktinni - með sveigjanlegum stöðugleika

11.1.2007

 
Á þrettándu ráðstefnunni um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum í Háskóla Íslands var kynnt rannsóknin Á vaktinni ? með sveigjanlegum stöðugleika.
Markmið rannsóknarinnar var að kanna, hvernig vaktavinnufólk lítur á vinnu sína, kosti hennar og galla, og fá þannig hugmynd um hvers vegna erfitt er að fá fólk til að vinna á vöktum. Óvissa, óstöðugleiki og örar breygingar á skipulagi vakta voru helstu gallarnir sem tilnefndir voru. Besta kerfinu var lýst sem blöndu af sveigjanleika og stöðugleika. Útdráttinn (V 46) má lesa á heimasíðu Læknablaðsins