Fréttir

50. Norræna vinnuverndarráðstefnan

22.3.2004

Dagana 30. ágúst - 1. september nk. verður haldin norræn vinnuverndarráðstefna á vegum Vinnueftirlitsins á Nordica hóteli.

Ráðstefnan er sú fimmtugasta í röðinni og er þetta í fimmta sinn sem hún er haldin á Íslandi. Á ráðstefnunni verður fjallað m.a. um nýjar rannsóknarniðurstöður á sviði vinnuverndar á mjög breiðum grundvelli.

Þemu ráðstefnunnar eru mörg en nefna má ofnæmi, rafrænt eftirlit með vinnu/starfsfólki, erfðafræði, vinnuaðstæður og heilsa innflytjenda og erlendra starfsmanna, áhrif óvenjulegs vinnutíma á heilsuna, einelti, samhæfing vinnu og fjölskyldulífs, heilbrigði í vinnu - betra atvinnulíf og ofbeldi í vinnunni.

Endanleg dagskrá ráðstefnunnar ræðst síðan af því hvaða rannsóknarniðurstöður eða annað efni liggur fyrir og þátttakendur vilja kynna. Frestur til að skila inn efni á ráðstefnuna rennur út 30. apríl nk. Tungumál ráðstefnunnar verður skandinavíska en einnig er heimilt að nota ensku.