Fréttir

Hámarksvinnutími samkvæmt lögum er 48 klst á viku

28.11.2014

Ástæða þessa ákvæðis er til að vernda heilsu og líðan starfsólks. Rannsóknir hafa sýnt að þegar vinnuvikan fer umfram 48 klst er starfsmaður í aukinni hættu á streitutengdum sjúkdómum og slysum.

55. gr. Vinnuverndarlaganna (nr. 46/1980)

Hámarksvinnutími starfsmanna á viku að yfirvinnu meðtalinni skal ekki vera umfram 48 klukkustundir að meðaltali á hverju fjögurra mánaða tímabili.

Heimilt er með samkomulagi samtaka aðila vinnumarkaðarins að reikna hámarksvinnutíma starfsmanna út frá viðmiðunartímabili sem má vera allt að sex mánuðir.

Ef fyrir liggja hlutlægar eða tæknilegar ástæður eða vegna sérstaks eðlis hlutaðeigandi starfa er samtökum aðila vinnumarkaðarins heimilt að ákveða með samningum að hámarksvinnutími starfsmanna skuli reiknaður út frá viðmiðunartímabili sem er allt að 12 mánuðir, að gættum meginreglum laga þessara um öryggis- og heilsuvernd starfsmanna.

Einungis vinnutími, sbr. 1. tölul. 52. gr., skal talinn við meðaltalsútreikninga skv. 1.–3. mgr. Árlegt launað lágmarksorlof samkvæmt lögum og veikindaforföll skulu ekki talin með við meðaltalsútreikningana.