Fréttir

Notum réttan búnað við hífingar

Kaupum eingöngu CE-merktan ásláttarbúnað

26.11.2014

Í reglugerðinni og þeim stöðlum sem henni tilheyra má finna þær kröfur sem búnaðurinn skal uppfylla. M.a. á búnaðurinn, hafi hann verið framleiddur eftir 1995, að vera CE-merktur og merktur hámarkslyftigetu.

Að undanförnu hafa komið upp tilvik þar sem eftirlitsmenn Vinnueftirlitsins hafa þurft að gera athugasemdir við og banna notkun á nýlegum ásláttarbúnaði sem ekki er CE-merktur og þar með ekki framleiddur til nota við hífingar í landi. Hefur í flestum tilvikum verið um að ræða búnað sem er framleiddur til að verða hluti af veiðarfærum til nota í skipum og uppfyllir ekki þær kröfur sem gerðar eru til ásláttarbúnaðar til notkunar við hífingar í landi.

Mikilvægt er að seljendur sem og kaupendur ásláttarbúnaðar geri sér grein fyrir þessum mun og tryggi að eingöngu búnaður sem uppfyllir viðeigandi kröfur sé notaður við hífingar.