Fréttir

Fundur um brennisteinsmengun frá eldgosinu

18.11.2014

Markmið fundarins er að miðla upplýsingum um gasmengunina til fulltrúa sveitarfélaga um land allt, heilbrigðisfulltrúa sveitarfélaganna, til almannavarnanefnda og annarra sem málið varðar. Einnig er markmið fundarins að samhæfa skilaboð til almennings og hvetja sveitarfélögin og stofnanir þeirra til þess að miðla upplýsingum til íbúa sveitarfélaganna.

Fundurinn verður haldinn í móttökusal Veðurstofu Íslands, Bústaðavegi 7, þriðjudaginn 18. nóvember kl. 14:30-16:30.

Dagskrá fundarins:

Almannavarnir Víðir Reynisson. Deildarstjóri. Stutt kynning á efni fundarins.
Veðurstofan Elín Björk Jónsdóttir. Veðurfræðingur. Spákort, spálíkön, dreifing mengunar og breytingar sem fylgja vetrinum.
Umhverfisstofnun Vanda Úlfrún Liv Hellsing. Umhverfis- og auðlindafræðingur. SO2 taflan, Loftgæði.is, mælingar og nýjir mælar og staðsetning þeirra.
Sóttvarnarlæknir Þórólfur Guðnason. Yfirlæknir. Áhrif SO2 á heilsu.
Vinnueftirlit ríkisins Víðir Kristjánsson. Deildarstjóri. Rétt viðbrögð við SO2 mengun og atvinnulífið.
Spurningar og umræður