Fréttir

Vinnuaðstæður í kvikmyndagerð – dreifibréf

19.9.2014

Í dreifibréfi frá Vinnueftirlitinu er áréttuð skylda atvinnurekenda að tryggja öruggar og heilsusamlegar vinnuaðstæður við kvikmyndagerð. Áhersla er lögð á áhættumat starfa og forvarnir til að tryggja öryggi og heilsu þeirra sem starfa í geiranum. Sjónum er einnig beint sérstaklega að ungum starfsmönnum.

Dreifibréfið hefur verið sent til tæplega 50 fyrirtækja í kvikmyndagerð auk samtaka atvinnurekenda, stéttarfélaga og annarra sem málið varðar.