Fréttir

Leiðbeiningar um varnir gegn mengun frá keðjusögum

9.7.2014

Vaxandi skógrækt kallar á fjölgun tækja, þar á meðal keðjusaga sem mikið eru notaðar við skógarhöggið; afgreina, ryðja og grisja.

Sagirnar eru flestar með tvígengisvélum, knúnar olíublönduðu bensíni, og senda frá sér illa lyktandi útblástur sem menn kannast við frá utanborðsvélum, sláttuvélum og fleiri litlum flytjanlegum bensínvélum. Útblásturinn er ekki aðeins illa lyktandi heldur getur hann verið varasamur fyrir heilsu þeirra sem með tækin vinna. 

Skógrækt ríkisins hefur gert átak til að bæta vinnuumhverfi sinna starfsmanna og hafið notkun á nýju bensíni sem veldur mun minni mengun frá sögunum. Það hefur bætt líðan skógarhöggsmanna Skógræktarinnar og minnkað slysahættur og heilsuhættur af mengun við skógarvinnuna.

Ítarefni: