Fréttir

Dauðagildra

4.7.2014

Drifskaft

Vélaeftirlitsmaður Vinnueftirlitsins kom að verktaka á vanbúinni dráttarvél að störfum fyrir Reykjavíkurborg miðvikudaginn 25. júní sl. Milli dráttarvélarinnar og sláttuvélarinnar var óvarið drifskaft, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Vélaeftirlitsmaðurinn bannaði samstundis vinnu á vélinni. 

Oft eru ungmenni látin vinna á og í kringum dráttarvélar, þá er gríðarlega mikilvægt að allur öryggisbúnaður sé í fullkomnu lagi.

Í maí skoðaði starfsmaður Vinnueftirlitsins á suðurlandi nokkur bændabýli og kom í ljós að mörg drifsköft voru vanbúin. Óvarin drifsköft eru þekkt dauðagildra. Fjöldi mjög alvarlegra slysa hefur orðið á Íslandi vegna óvarinna drifskafta. Drifsköft eiga alltaf að vera búin viðeigandi hlífum og það þarf að sinna viðhaldi þeirra.