Fréttir

Garðsláttuvélar - Markaðseftirlitsátak vorið 2014

25.6.2014

Með hækkandi sól og hlýnandi veðri eykst sala garðsláttuvéla. Af því tilefni gerði Vinnueftirlitið nýlega átak í markaðseftirliti hjá nokkrum helstu söluaðilum garðsláttuvéla. Markmiðið með átakinu var að tryggja að á markaði séu aðeins vélar sem uppfylla ákvæðigildandi reglna og reglugerða og jafnframt að minna seljendur á ábyrgð þeirra og skyldur varðandi markaðssetningu véla og tækja.

Alls voru skoðaðar 99 vélar hjá 9 söluaðilum. Kannað var hvort vélarnar uppfylltu tilskilin ákvæði varðandi m.a. öryggi og heilsuvernd, CE-merkingar og samræmisyfirlýsingar. Jafnframt var kannað hvort notkunarleiðbeiningar á íslensku fylgdu vélunum og hvort leiðbeiningarnar veiti upplýsingar um rétt not, viðhald og eftirlit.

Er skemmst frá því að segja að í öllum 99 tilvikunum voru leiðbeiningar á íslensku ófullnægjandi eða þær skorti með öllu. Var dreifingaraðilum veittur frestur til að ráða bót á. Í tveimur tilvikum var markaðssetning véla bönnuð en auk þess að leiðbeiningar með vélunum væru ófullnægjandi voru vélarnar án viðeigandi merkinga og tilskilin gögn, þ.e. samræmisyfirlýsingar, lágu ekki fyrir.

Ítarefni: