Fréttir

Yfir 100 fyrirtæki í fiskvinnslu skoðuð

12.5.2014

Fiskvinnsla er ein af undirstöðum atvinnulífs og byggðar hér á landi. Sterkar vísbendingar eru um að slysatíðni í atvinnugreininni hafi verið að aukast á undanförnum árum. Það varð til þess að Vinnueftirlitið ákvað að leggja sérstaka áherslu á eftirlit með fyrirtækjum í greininni og fræðslu til starfsmanna og stjórnenda.

Yfir 100 fyrirtæki í greininni voru skoðuð í átakinu, með yfir 2900 starfandi. Um 400 fyrirmæli um úrbætur voru sett fram, fundað var með fulltrúum Samtökum fiskvinnslustöðva og Starfsgreinasambandi Íslands, fulltrúum stjórnenda og starfsmanna í þeim fyrirtækjum sem heimsótt voru og boðið upp á fræðslu um öryggi og vinnuvernd.