Yfir 100 fyrirtæki í fiskvinnslu skoðuð
Fiskvinnsla er ein af undirstöðum atvinnulífs og byggðar hér á landi. Sterkar vísbendingar eru um að slysatíðni í atvinnugreininni hafi verið að aukast á undanförnum árum. Það varð til þess að Vinnueftirlitið ákvað að leggja sérstaka áherslu á eftirlit með fyrirtækjum í greininni og fræðslu til starfsmanna og stjórnenda.