Fréttir

Forvarnaráðstefna Vinnueftirlitsins og VÍS á Akureyri

4.4.2014

Forvarnarráðstefna Vinnueftirlitsins og VÍS á Akureyrii

Þátttakendur komu frá öllu Norður- og Austurlandi og úr ýmsum greinum atvinnulífsins. Þetta er í fyrsta skipti sem slík ráðstefna er haldin utan höfuðborgarsvæðisins en þar hefur sambærileg ráðstefna verið haldin árlega frá 2010.


Á ráðstefnunni í Hofi sagði Dalvíkingurinn Kristján Guðmundsson frá því þegar hann stórslasaðist við löndun, lét næstum lífið og hvernig vinnuveitandinn brást við í kjölfarið með úrbótum á vinnulagi.

Fulltrúar Vinnueftirlitsins fjölluðu um vinnuslys frá ýmsum hliðum. Meðal annars kom fram að undanfarin 6 ár hafi 32 orðið óvinnufærir til frambúðar eftir fall á jafnsléttu. Konum er hættar að lenda í þessum slysum en körlum og eru þetta einu vinnuslysin sem það á við um. 

Ennfremur var fjallað um eigið eldvarnaeftirlit fyrirtækja og stofnana, vinnuvernd, skipulag öryggismála hjá sveitarfélögum og öryggismál og forvarnir til sjós.