Fréttir

Dreifibréf til hjúkrunarheimila og annarra sem málið varðar

2.4.2014

Út er komið dreifibréf um vinnufatnað starfsmanna á hjúkrunarheimilum og öðrum sambærilegum vinnustöðum. Dreifibréfið hefur verið sent til hjúkrunarheimila og annarra sem málið varðar, alls um 100 aðila.

Í dreifibréfinu er fjallað um hættu sem getur verið á smiti og sýkingum þegar verið er að hjálpa skjólstæðingum og um nauðsyn þess að starfsmaður sé varinn fyrir þeirri áhættu sem starfinu fylgir með viðeigandi vinnufatnaði og persónuhlífum.