Fréttir

Nýr staðall um matvælaker

27.3.2014

Að undanförnu hefur verði nokkuð um slys tengd notkun á matvælakerum eða fiskikerum eins og þau eru oftast kölluð. Þar á meðal eru dæmi um mjög alvarleg slys enda um mikla krafta að ræða þegar verið er að meðhöndla stæðu nokkurra kara sem jafnvel eru full af matvælum, fiski eða öðru. 


Til að skerpa á ákveðnum þáttum varðandi framleiðslu, notkun, stöflun, hífingar og fleira er að kerunum snýr var að frumkvæði Vinnueftirlitsins sett í gang vinna við að semja staðal um þessa þætti. Var settur saman hópur hagsmunaaðila undir stjórn Staðlaráðs og hefur hópurinn nú skilað af sér frumvarpi að staðli; frÍST 110:2014 Matvælaker – efniskröfur, meðferð, umgengni og viðgerðir. 
Í staðlinum er auk annars fjallað um öryggi við stöflun, hífingar og viðgerðir á körum. 

Hægt er að nálgast staðalinn á heimasíðu Staðlaráðs.

Það er von Vinnueftirlitsins að tilkoma staðalsins stuðli að bættri umgengni og auknu öryggi við notkun matvæla- eða fiskikara.