Fréttir

Forvarnarráðstefna

24.3.2014

Forvarnarráðstefna

Á ráðstefnunni verður fjallað um öryggi og vinnuvernd hjá smærri fyrirtækjum og allt upp í stærri sveitarfélög. 

Einstaklingur sem lent hefur í alvarlegu vinnuslysi mun lýsa þeirri reynslu sinni auk þess sem fjallað verður um slys almennt. Eldvarnir, skipulag og umsjón öryggismála á sjó og í landi verða einnig til umræðu svo eitthvað sé nefnt.

Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er ókeypis en vegna takmarkaðs sætafjölda eru áhugasamir beðnir um að skrá sig á heimasíðu VÍS

Allir eru velkomnir en stjórnendur og þeir sem starfa að eða bera ábyrgð á vinnuvernd eru sérstaklega hvattir til að mæta.