Fréttir

Námskeið um meðferð varnarefna

21.3.2014

Námskeiðið er haldið hjá Landbúnaðarháskóla Íslands í samstarfi við Umhverfisstofnun, Vinnueftirlitið, Embætti landlæknis og Landssamtök meindýraeyða 


Námskeiðið skiptist í þrjá hluta, þar sem hver um sig stendur sjálfstætt og sett upp fyrir eftirfarandi markhópa: 

  • Þá sem hyggjast gerast ábyrgðarmenn í markaðssetningu varnarefna, 
  • Þá sem hyggjast nota varnarefni í landbúnaði og garðyrkju, þ.m.t. garðaúðun,
  • Þá sem hyggjast nota varnarefni við eyðingu meindýra.
Bókleg kennsla fer fram hjá LbhÍ að Keldnaholti í Reykjavík, hægt verður að taka hluta námsins í fjarnámi, þ.e. fyrirlestrar verða teknir upp og lagðir út á námsvef skólans, þar sem nemendur munu geta hlustað á fyrirlestrana. Fjölvalsspurningapróf verður lagt fyrir þann 14. apríl. Nemandi skal að lágmarki ná 7,0 í einkunn fyrir hvern matshluta til að standast próf.

Námskeið um meðferð varnarefna

Fyrir ábyrgðarmenn í markaðssetningu varnarefna
Tími: 7. apr, kl. 9-16 og 8. apr, kl. 9-11:20 hjá LbhÍ á Keldnaholti í Reykjavík. Verð: 19.900kr

Námskeið um meðferð varnarefna

Vegna notkunar í landbúnaði og garðyrkju
Tími: 7. apr, kl. 9-16, 8. apr, kl. 8-16, 9. apr, kl. 9-16 og 10. apr, kl. 9-10:20 hjá LbhÍ á Keldnaholti í Reykjavík.  Skyldumæting er í verklega þáttinn 10. apr, kl. 9-10:20.
Verð: 69.000kr

Námskeið um meðferð varnarefna

Vegna notkunar við eyðingu meindýra
Tími: 7. apr, kl. 9-16, 8. apr, kl. 8-16, 10. apr, kl. 10:40-16:40 og 11. apr, kl. 9-16:40 hjá LbhÍ á Keldnaholti í Reykja­vík.  Skyldumæting er í verklega þáttinn fös. 11. apr, kl. 9-16:40. Verð: 69.000kr
Ef allir námsþættirnir þrír eru teknir þá kostar námskeiðspakkinn 96.600kr