Fréttir

Sprenginámskeið

17.3.2014

Námskeið um notkun sprengiefna

Dagana 7. – 11. apríl 2014 verður haldið námskeið í Reykjavík um meðferð sprengiefna, ef næg þátttaka fæst.
Námskeiðið sem er fræðilegt er ætlað þeim sem öðlast vilja réttindi til að fara með sprengiefni og annast sprengivinnu samkvæmt reglugerð nr. 684/1999 um sprengiefni. 

Til að fá leyfi lögreglustjóra til að fara með sprengiefni og annast sprengivinnu þarf viðkomandi einnig að standast verklegt próf í meðferð sprengiefna.

Skrá skal þátttöku og greiða námskeiðsgjald kr. 95.700,- í síðasta lagi miðvikudaginn 2. apríl 2014.

Námskeiðið verður haldið í húsnæði Rafiðnaðarskólans, Stórhöfða 27, Reykjavík og hefst kl. 09:00 mánudaginn 7. apríl 2014. Athugið að fjöldi þátttakanda er takmarkaður.

Skráning á slóðinni http://skraning.ver.is

Nánari upplýsingar hjá skrifstofu Vinnueftirlitsins Bíldshöfða 16, Reykjavík, s. 550 4600.