Fréttir

Vinnueftirlitið óskar eftir að ráða svæðisstjóra á Vestursvæði

10.1.2014

Viðfangsefni:

 • Stjórnun, skipulagning og yfirumsjón með eftirlitsstarfsemi innan svæðisins
 • Þátttaka í stefnumótun eftirlitsstarfsemi Vinnueftirlitsins
 • Eftirlit með aðbúnaði, hollustuháttum og öryggi á vinnustöðum
 • Rannsókn vinnuslysa
 • Fræðsla um aðbúnað hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum

Aðrar menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun er æskileg en að öðrum kosti menntun og reynsla sem nýtist í starfi
 • Menntun eða reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu, stjórnunar og/eða vinnuverndar
 • Reynsla af eftirlitsstörfum
 • Stjórnunarhæfileikar
 • Skipulags- og greiningarhæfni
 • Hæfni til að miðla upplýsingum og fræðslu
 • Mikil færni í mannlegum samskiptum, frumkvæði og sveigjanleiki.
 • Framúrskarandi hæfni í íslensku, bæði talaðri og ritaðri
 • Hæfni í norðurlandamáli og/eða ensku æskileg
Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf með staðsetningu í Reykjavík. Eftirlitssvæði Vestursvæðis nær frá Reykjanesi til Vestfjarða og felur starfið í sér stjórnun og umsjón eftirlits á því landsvæði. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. 
Starfsþjálfun fer fram við upphaf starfs. Laun eru skv. kjarasamningum opinberra starfsmanna. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið. Umsóknareyðublað er ekki notað.

Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Vinnueftirliti ríkisins, Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík fyrir 28. janúar 2014.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Þórunn Sveinsdóttir deildarstjóri þróunar- og eftirlitsdeildar Vinnueftirlitsins (torunn@ver.is), s. 550-4630.

Vinnueftirlitið er miðstöð vinnuverndarstarfs í landinu og byggir starf sitt á  samþættingu eftirlits, fræðslu og rannsókna. Vinnueftirlitið starfar samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustað nr. 46/1980.