Fréttir

­Vinnuslysahugleiðingar um áramót

Sextíu slösuð börn sérstakt áhyggjuefni

6.1.2014

Það er hins vegar nauðsynlegt að fylgjast með þessu og má sem dæmi draga fram nokkrar töflur. Um er að ræða slys við vinnu í landi, en umferðarslys eru ekki með í þessum töflum.

Afleiðingar vinnuslysa síðustu 4 ára samkvæmt vinnuslysaskrá 1.1.2014

Afleiðingar 2010 2011 2012 2013
vinnuslysa Karlar Konur Karlar Konur Karlar Konur Karlar Konur
Óskráð gögn 4 0 1 1 18 9 23 6
Starf hafið innan 3 daga 360 198 416 229 403 215 340 164
Starf hafið innan 4 - 14 daga 185 132 237 142 212 136 180 94
Starf hafið eftir 14 daga 76 44 72 39 71 53 28 24
Starf enn ekki hafið* 208 86 238 103 247 123 199 96
Hættir starfi, þó vinnufær 5 6 7 2 4 5 3 1
Hættir starfi, óvinnufær 8 7 17 8 22 9 21 15
Hættir starfi, eftirköst ókunn 6 2 18 4 17 2 10 1
Dauði 3 0 3 0 0 0 0 0
Samtals 855 475 1009 528 994 552 804 401

* Miðað við upplýsingar á tilkynningarblaði þegar það berst Vinnueftirlitinu.

Hér liggur fyrir að að á síðustu tveimur árum hafa a.m.k. 67 einstaklingar hætt starfi sínu óvinnufærir eftir vinnuslys.  Þarf ekki samstillt átak til þess að varna slíku?

Áverkar í vinnuslysum á s.l. 4 árum samkvæmt vinnuslysaskrá 1.1.2014

  2010 2011 2012 2013
Áverkar í vinnuslysum Karlar Konur Karlar Konur Karlar Konur Karlar Konur
Óskráð gögn 1 0 0 1 3 3 14 1
Innvortis blæðing (m.a. mar og blæðing inn í líkamshol) 103 48 135 63 129 67 113 55
Útvortis blæðing 209 90 238 82 245 89 186 67
Missir líkamshluta 12 0 26 1 8 2 15 2
Tognun, liðhlaup 251 164 322 211 292 200 226 157
Beinbrot 193 97 196 96 187 106 138 75
Bruni 30 13 31 18 38 14 26 18
Kal 1 0 0 0 0 0 0 0
Æting 11 3 14 4 13 2 13 5
Eitrun 7 1 13 2 5 2 9 0
Annað 145 111 195 114 198 124 158 77
Samtals (fjöldi áverka) 963 527 1170 592 1118 609 898 457

Það hefur skapast sú hefð hjá Vinnueftirlitinu að áætla umfang alvarlegra vinnuslysa byggt á fjölda tilkynntra beinbrota. Nú er sú aðferð umdeilanleg en byggt á henni er ekki hægt að sjá að nein sérstök neikvæð þróun sé í gangi hvað varðar fjölda tilkynntra slysa.

Vinnuslys eftir atvinnugreinum samkvæmt vinnuslysaskrá 1.1.2014

  2010 2011 2012 2013
  Karlar Konur Karlar Konur Karlar Konur Karlar Konur
Bygging og viðgerð mannvirkja (atvinnur.) 118 3 98 0 64 2 52 1
Flutningastarfsemi o. fl. 88 17 82 9 96 8 50 15
Opinber stjórnsýsla 82 68 168 104 161 119 176 92
Málmsmíði, vélav., skipasmíði og skipav. 81 0 106 5 102 1 70 1
Fiskiðnaður; hraðfrystihús, fiskv.stöðvar 52 33 90 59 93 59 94 55
Heildverslun 42 16 39 21 42 11 27 5
Opinber þjónusta o.fl. 33 116 34 114 38 127 24 82
Ál- og járnblendiiðnaður 31 8 38 5 29 5 27 2
Matvælaiðnaður; vinnsla landbúnaðarafurða 30 17 33 9 48 13 40 12
Fjarskipta- og póstþjónusta 26 34 31 39 33 51 18 22
Matvælaiðnaður; önnur en vinnsla landb.af. 25 7 40 9 22 3 33 7
Fiskveiðar 22 14 10 10 15 3 18 1
Smásöluverslun 21 22 20 21 17 18 14 11
Steinefnaiðnaður 20 0 8 1 13 0 7 0
Óviss starfsemi 20 3 23 7 24 16 13 7
Framkvæmdir opinberra aðila o. fl. 18 6 12 2 18 5 16 9
Bílgreinar 17 0 19 1 8 0 17 0
Rafmagns-, hita- og vatnsveitur 15 2 19 5 18 3 12 0
Fasteignar. og þjónusta við atvinnurekstur 15 19 30 16 30 19 20 11
Landbúnaður 14 4 10 7 11 6 7 5
Veitinga- og hótelrekstur 14 26 17 21 27 29 11 18
Menningarstarfsemi 13 10 6 7 9 8 8 4
Trjávöruiðnaður 12 1 12 1 8 0 4 0
Efnaiðnaður 9 3 8 6 15 3 13 2
Ýmiss iðnaður og viðgerðir 8 1 5 0 4 1 3 2
Pappírsvöruiðnaður 5 3 6 0 9 1 4 1
Grunnskólar og gagnfræðaskólar 5 24 10 34 5 24 1 25
Fiskiðnaður; síldarsöltun,fiskimj.v. o.fl. 4 0 1 1 2 1 0 1
Persónuleg þjónusta önnur en bílaþjónusta 4 2 5 1 6 1 6 1
Götu og sorphreinsun 4 3 22 3 20 2 16 2
Vefjariðnaður 3 1 2 1 4 0 1 0
Bygging og viðgerð mannvirkja í eigin þágu 3 2 3 0 0 0 1 3
Tryggingar 1 2 1 5 1 7 0 3
Rekstri hætt eða hann liggur niðri 0 0 0 0 0 0 0 0
Varnarliðið og ísl. starfsl. erl. sendir. 0 0 0 0 1 1 0 0
Peningastofnanir 0 8 1 4 1 5 1 1
Samtals 855 475 1009 528 994 552 804 401


Hér virðist umfang slysa í  byggingargeiranum enn vera á niðurleið. Hins vegar er tilkynntum slysum ekki að fækka í fiskvinnslu og opinberri stjórnsýslu. Það er að hluta til að þakka betri tilkynningarvinnu stjórnenda, sem gerir það að verkum að umfang vandans verður betur ljóst. Það er ljóst að þessar greinar eins og allar atvinnugreinar verða að helga sig með skýrum hætti núll –slysastefnu og tryggja sem best öryggi allra vinnandi manna í öllum starfsgreinum. Þá er rétt að staldra við fáar tilkynningar úr landbúnaði sem er á engan hátt í samræmi við niðurstöðu rannsókna á umfangi slysa í landbúnaði. Það er mikilvægt að atvinnurekendur séu meðvitaðir um nauðsyn slysaskráningar því án hennar vitum við ekki hvar við eigum að sinna forvörnum á sviði vinnuslysa.

Vinnuslys eftir aldurshópum samkvæmt vinnuslysaskrá 1.1.2014

  2010 2011 2012 2013
Aldurshópar Karlar Konur Karlar Konur Karlar Konur Karlar Konur
0-18 36 19 52 21 47 35 47 13
19-24 115 57 120 67 159 72 120 59
25-29 112 54 139 44 121 43 102 34
30-34 80 34 115 36 110 50 111 38
35-39 79 36 105 40 103 48 76 29
40-44 75 47 82 47 91 48 82 33
45-49 90 56 89 63 97 48 68 52
50-54 81 61 95 82 84 62 63 52
55-59 94 62 94 67 76 84 61 46
60-64 60 33 77 45 70 42 55 31
65-69 27 15 34 15 29 20 16 14
70-74 4 1 6 0 6 0 0 0
75-79 1 0 1 1 0 0 1 0
80+ 1 0 0 0 1 0 2 0
Samtals 855 475 1009 528 994 552 804 401

Á síðast liðnu ári slösuðust 60 börn við vinnu sína skv. vinnuslysakrá. Þetta er sérstakt áhyggjuefni þar sem börn eiga ekki að vinna hættuleg störf. Á sama tíma og það er jákvætt að börn kynnist atvinnulífinu þá verðum við að taka á okkur rögg og gera það með þeim hætti að heilsu barna sé ekki stemmt í voða. Þegar horft er til þess að um um 30% vinnuslysa verða fyrir 30 ára aldur, þá kallar það á að vinnumarkaðurinn í heild sinni, atvinnurekendur og launþegar, skólar og stjórnvöld hugi að því hvað má gera til að koma í veg fyrir að ungt fólk slasast í vinnu. Slíkar aðgerðir munu væntanlega einnig forða þeim sem eldri eru frá vinnuslysum.

Slys gera boð á undan sér – við þurfum einfaldlega að taka eftir þeim og grípa til aðgerða þannig að ekki hljótist alvarlegri slys eða tjón af. Eflum vinnuslysavarnir.

Kristinn Tómasson,
Yfirlæknir Vinnueftirlitsins