Fréttir

Sparnaðarráðstafanir í heilbrigðiskerfi

hafa áhrif á hvort læknar flytja erlendis

2.1.2014

Í  grein sem birtist í desember 2013 hefti BMC Health Service Research fjallar Ingunn Bjarnadóttir Solberg um rannsókn sem hún hefur unnið að við Oslóar Háskóla í samvinnu við Vinnueftirlitið. Greinin byggir á gögnum sem hún og samstarfsmenn hennar söfnuðu frá íslenskum læknum árið 2010.

Í rannsókninni kemur fram að 63% íslenskra lækna hafa íhuga að flytja erlendis, fjögur prósent voru að flytja á þeirri stundu en 33% höfðu ekki hugsað um að flytja. Þegar tekið hafði verið tillit til annarra þátta þá voru sparnaðarráðstafanir á vinnustaðnum til þess fallnar að tvöfalda líkur á því að læknirinn íhugaði að flytja að landi brott. Þá hafði það marktæk áhrif ef læknirinn hafði áhyggjur af eigin fjárhag, en einnig höfðu aldur, starfsánægja og það að vinna erlendis í fríum áhrif. Hins vegar hafði staða ekki áhrif.

Þeir sem vilja kynna sér efni greinarinnar betur geta lesið um hana á http://www.biomedcentral.com/content/pdf/1472-6963-13-524.pdf