Fréttir

Námskeið um hönnun og vinnuvernd

22.11.2013

Komið verður inn á vinnuvernd við hönnun á byggingum, vélum, verkfærum og fleiru. Lögð verður áhersla á samvinnu og tengsl vinnuverndarstarfs, öryggisnefnda og hönnuða. Kynntar verða rannsóknir á slysum sem tengjast hönnun.

Fyrir hverja?
Hönnuði, arkitekta, verkfræðinga, tæknifræðinga og alla sem hafa áhuga á bættu vinnuumhverfi.

Hvernig:
Hvert námskeið er 3,5 klukkustundir og byggist upp á fyrirlestri, dæmum, myndum og umræðum.

Hvenær: 10. mars 2014. kl. 13:00 – 16:30
Hvar: Stórhöfða 27, 110 Reykjavík