Fréttir

Niðurstöður ráðstefnu í vinnuvernd 2014 – 2020

Yfirlit og niðurstöður

29.10.2013

Um 180 þátttakendur frá öllum sviðum atvinnulífsins mættu á ráðstefnuna. Markmiðið var að kalla eftir áhersluatriðum í vinnuvernd frá sem flestum aðilum á íslenskum vinnumarkaði en óskað hafði verið eftir víðtækri þátttöku aðila vinnumarkaðarins, þjónustuaðila í vinnuvernd, stofnana og fyrirtækja til þess að tryggja að öll sjónarmið kæmu fram sem skipta máli.

Ráðstefnan hófst með ávarpi Eyglóar Harðardóttur ráðherra.  Eftir ávarp ráðherra fluttu Halldór Grönvold,  framkvæmdastjóri ASÍ og Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA inngangserindi um Samstarf atvinnulífsins og Vinnueftirlitsins; Halldóra Sveinsdóttir formaður Bárunnar, stéttarfélags á Selfossi flutti erindi um Skipulag vinnuverndarstarfs á vinnustöðum; Guðmundur Kjerúlf, aðstoðardeildarstjóri hjá Vinnueftirlitinu kynnti framtíðarsýn um Áhættumat á vinnustað; Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags Íslands ræddi um Atvinnusjúkdóma og álag og Gísli Níls Einarsson, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS flutti erindi um Vinnuslys – núll-slysastefnu.

Að inngangserindum loknum hófst vinna við stefnumótunina í 18 vinnuhópum og fór þar fram markviss og lífleg umræða um hugmyndir til stefnumótunarinnar. 

Fjölmargar ábendingar og tillögur komu fram á vinnuborðum sem nýtast munu við mótun nýrrar stefnu 2014 – 2020 sem og við forgangsröðun verkefna og framþróun starfsins hér hjá Vinnueftirlitinu.
Stefnt er að því að drög að nýrri stefnu verði sett á vefinn í opið umsagnarferli fljótlega á næsta ári.

Niðurstöður ráðstefnunnar

Smellið hér til að skoða niðurstöður ráðstefnunnar

Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra hóf fundinn.