Fréttir
  • Íslenskt já takk

Áhrif ljósgeislunar

Gerð áhættumats

1.10.2013

Markmið: Að þátttakendur þekki helstu hugtök í lýsingafræði, ýmsar gerðir ljósgjafa, áhættur vegna ljósgeislunar á sjón og húð og öðlist þekkingu og færni til að gera áhættumat í samræmi við 4. gr. reglugerð nr. 165/2011 um varnir gegn álagi vegna tilbúinnar ljósgeislunar á vinnustöðum.

Markhópur: Viðurkenndir þjónustuaðilar í vinnuvernd, ráðgjafaverkfræðistofur, lýsingahönnuðir, innanhúsarkitektar, lampaframleiðendur, lampainnflytjendur o.fl.

Námskeiðslýsing:


  Dagur 1
Miðvikudagur 16. október 2013, kl. 13:00 – 17:00
 
 kl. Lýsing Kennari
13:00-13:10 Kynning á námskeiðinu Víðir Kristjánsson 
13:10-13:30 Reglugerðin nr. 165/2011 um varnir gegn álagi vegna tilbúinnar ljósgeislunar á vinnustöðum og reglugerð nr. 920/2006 um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs í fyrirtækjum. Víðir Kristjánsson
 13:35-15:00 Helstu skilgreiningar og hugtök í lýsingarfræði Ásta Logadóttir
15:00-15:20 KAFFI  
15:20-16:10 Helstu skilgreiningar og hugtök í lýsingarfræði, (framhald). Kynning á heimaverkefni Ásta Logadóttir
 16:15-17:00 Áhættuþættir, áhrif ljósgeislunar á augað/sjónina Jens Þórisson
  Dagur 2
Fimmtudagur 17. október kl. 13:00 – 17:00
13:00-13:45 Áhættuþættir, áhrif ljósgeislunar á húðina Gísli Ingvarsson
13:50-14:20 Yfirferð á heimaverkefni Ásta Logadóttir 
14:25-15:00 Gerð áhættumats: Reglugerð nr. 165/2011 um varnir gegn álagi vegna tilbúinnar  ljósgeislunar á vinnustöðum. 4. gr. Áhættumat Ásta Logadóttir
15:00-15:20 KAFFI  
15:20-17:00 Gerð áhættumats: Reglugerð nr. 165/2011 um varnir gegn álagi vegna tilbúinnar ljósgeislunar á vinnustöðum. 4. gr.
Áhættumat
Ásta Logadóttir 

Kennarar:

Ásta Logadóttir, rafmagnsverkfræðingur, rannsóknarmaður við Álaborgarháskóla,
Gísli Ingvarsson húðlæknir,
Jens Þórisson augnlæknir,
Víðir Kristjánsson, efnafræðingur, deildarstjóri Vinnueftirlitinu.

Námsefni:

Glærur (handouts) frá kennurum.

Ítarefni:

Ljós og rými. Gæðaviðmið fyrir lýsingu innanhúss. Birtutafla. Ljóstæknifélag Íslands, Vinnueftirlitið, september 2005.
Vinnustaðalýsing. Lýsing á vinnustöðum utanhúss. Birtutafla. Ljóstæknifélag Íslands, Vinnueftirlitið, apríl 2009.
(Handbækur seldar hjá Ljóstæknifélaginu og Vinnueftirlitinu).
Staðlar: 
ÍS EN 60825-Hluti 1: Flokkun búnaðar og kröfur að því er varðar leysigeislun, 
ÍST EN 12464-1:2002, Ljós og lýsing – Lýsing á vinnustöðum, 1. hluti: Vinnustaðir innanhúss,
ÍST EN 12464-2:2007, Ljós og lýsing – Lýsing á vinnustöðum, 2. hluti: Vinnustaðir utanhúss 
(Seldir hjá Staðlaráði).