Fréttir

Námsefni um öryggi og heilsu fyrir grunnskólabörn

26.9.2013

Napo kallinnEfnið samanstendur af námspökkum sem eru með nokkuð nákvæmum upplýsingum þar sem eru ýmsar hugmyndir um þau verkefni sem tillaga er gerð um. Ýmsum úrræðum er lýst ásamt sýnishorni af námsáætlun sem auðveldlega má nota í venjulegri 40 mínútna kennslustund.

Kennsluefnið er miðað að fræðslu barna á aldrinum sjö til ellefu ára og er tvískipt. Efnið inniheldur leiðbeiningar, tillögur að verkefnum og fylgiefni sem hægt er að sækja á veraldarvefinn til að veita kennurum og skólafólki leiðsögn um hvernig megi samþætta vinnuverndarmál inn í núverandi námsskrá. Kennsluefnið er hannað með það í huga að hægt sé að nota það samhliða ýmsum námsgreinum í því skyni að víkka út kennslu þeirra. Meðal annars í þessum greinum:

  • Heilbrigðis- og samfélagsfræðsla
  • Vísindagreinar
  • Öryggi úti á götum og í umferðinni
  • Tungumálanám
  • Listgreinar

Nánari upplýsingar um verkefnið á vef Napós.