Fréttir

Lyftum ekki fólki með vélum og tækjum á rangan hátt!

31.7.2013

En einungis er heimilt að lyfta fólki í mannkörfu sem fest er með tryggilegum hætti á lyftibúnað.
Vert er að vekja athygli á neðagreindum ákvæðum í þessu sambandi úr reglugerð um notkun tækja nr. 367/2006.

„Tæki til að lyfta starfsmönnum eða flytja þá skulu hönnuð þannig að:

  1. með viðeigandi búnaði sé komið í veg fyrir að karfan eða ámóta búnaður, ef slíkt er fyrir hendi, geti fallið niður;
  2. komið sé í veg fyrir að notandi geti fallið úr körfunni eða ámóta búnaði, ef slíkt er fyrir hendi;
  3. komið sé í veg fyrir að notandi geti kramist, klemmst eða fengið högg á sig, einkum við óviljandi snertingu við hluti;
  4. tryggt sé að menn sem sitja fastir ef slys verður séu ekki í hættu og náist út.

Ef ekki er unnt, vegna staðsetningar og hæðarmismunar, með sérstökum öryggisbúnaði að koma í veg fyrir slysahættu sem um getur í a-lið, skal nota sérstaklega styrkta öryggislínu sem er skoðuð á hverjum vinnudegi.“

Og hins vegar reglugerð nr. 1005/2009 um vélar og tæknilegan búnað og viðeigandi staðla er lúta að gerð mannkarfa.