Fréttir

Nýr vefur

1.6.2013

Merki HugsmiðjunnarVakin er athygli á nokkrum spennandi nýjungum t.d. í framsetningu á reglugerðum en þar er lifandi leit á síðunni sem auðveldar yfirsýn yfir þann fjölda sem þar er að finna. Leitin efst til hægri á öllum vefsíðum er líka ómissandi hjálpartæki.

Vefurinn sjálfur er snjallvefur(e.responsive) og aðlagar sig að skjástærð þess tækis sem hann er skoðaður í hverju sinni. Einnig tekur vefurinn við útlitsóskum frá þeim sem nota stillingar.is og auðveldar þannig fólki sem er ekki með fullkomna sjón aðgang að vefnum.