Fréttir

VÍS til fyrirmyndar

5.6.2013

Þetta er liður í vinnuverndarvikunni 20122013 sem ber slagorðið Vinnuvernd - Allir vinna en þar er áhersla lögð á samskipti stjórnenda og starfsmanna á vinnutöðum.

Á heimasíðu stofnunarinnar er fjallað um hvernig VÍS stuðlar að sem bestum félagslegum og andlegum aðbúnaði starfsmanna, starfsumhverfi og heilsueflingu á vinnustaðnum. Heilsuefling er það þegar fyrirtæki ganga lengra en lög og reglur kveða á um að gert sé í vinnuverndarmálum. Góð og opin samskipti eru lykilatriði í að skapa vinnustaðamenningu sem byggist á trausti, umhyggju og vellíðan starfsmanna. Þau fela meðal annars í sér markvissa upplýsingagjöf frá æðstu stjórnendum um starfsemi og rekstur fyrirtækisins, árleg starfsmannasamtöl og hvatningu til starfsmanna um opinská samskipti við stjórnendur.

Einnig er komið inn á hvernig VÍS hefur frá árinu 1999 nýtt sér niðurstöður úr árlegri vinnustaðagreiningu sem mælitæki fyrir stjórnendur í að efla heilsu- og vinnuverndarstarf fyrirtækisins. Þar er líðan starfsmanna í vinnu könnuð, ánægja með starfsumhverfi, starfsálag og samskipti milli deilda innan fyrirtækisins.VÍS leggur ríka áherslu á að skapa gott jafnvægi milli vinnu og einkalífs, stuðla að þróun í starfi og heilsueflingu starfsmanna. Til dæmis með reglulegri fræðslu um líkamlegt og andlegt heilbrigði, mataræði og streitustjórnun.

VÍS er öðrum fyrirtækjum til fyrirmyndar í öryggismálum og vinnuvernd starfsmanna. Ávinningurinn af þessu góða vinnuverndarstarfi er jákvæður og góður vinnustaður, gott vinnuumhverfi, góð öryggis- og forvarnarmenning og síðast en ekki síst ánægt starfsfólk.

Það var mjög áhugavert og upplýsandi fyrir okkur hjá VÍS að taka þátt í verkefninu. Þegar við vorum að draga saman öll gögn og staðreyndir um starfið okkar þá kom virkilega í ljós hvað við erum búin að vera að vinna mikið í andlegum og félagslegum aðbúnaði og heilsueflingu starfsmanna okkar. Eitthvað sem við höfðum kannski ekki gert okkur nógu mikla grein fyrir. Auk þess komum við auga á tækifæri til að gera enn betur í þeim efnum, sem gerir vinnuverndarstarfið svo spennandi og lífandi“ segir Gísli Níls Einarsson sérfræðingur í forvörnum – Fyrirtækjaviðskiptum hjá VÍS.