Fréttir

Vísindamenn að láni

21.10.2005

Rannís leitaði á árinu 2004 til ýmissa rannsóknastofnana og falaðist eftir vísindamanni að láni til að senda út í skólana. Vísindamönnunum er ætlað að kynna sérsvið sín og störf fyrir nemendum. Það er fagnaðarefni að vísindamönnum gefist þannig kostur á að kynna viðfangsefni ýmissa fræðigreina fyrir ungu fólki sem er á leiðinni út í atvinnulífið og stendur andspænis mörgum kostum.

Leitað var til rannsókna- og heilbrigðisdeildar Vinnueftirlitsins um liðveislu og í framhaldi af því hefur Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, sérfræðingur, farið í fyrravetur og í haust í nokkra skóla með fyrirlestur sem nefnist Vinnan skapar manninn. Heimsóknirnar hafa verið ólíkar en allar ánægjulegar og margt borið á góma í tímanum, ekki hvað síst er áhugi hjá nemendum að ræða einelti og mannleg samskipti á vinnustað þeirra ? þ.e. í skólum.