Vinnuverndarvikan 25. - 29. október 2010
Ráðstefnan ÖRUGG VIÐHALDSVINNA var haldin á Grand Hótel Reykjavík 26. október 2010. Á ráðstefnunni veitti Vinnueftirlitið viðurkenningu til þriggja fyrirtækja sem þóttu standa sig vel á árinu í verkefnum sem tengjast viðhaldsvinnu.
Viðurkenningarnar fengu:
Rafey á Egilsstöðum fyrir að standa almennt vel að öryggismálum við viðhaldsvinnu (sjá rökstuðning hér).
Framkvæmda- og eignasvið Reykjvíkur fyrir öryggismál tengd viðgerð á þaki Laugardalshallar (sjá rökstuðning hér).
ÍSTAK fyrir öryggismál við viðhaldsvinnu á Hallgrímskirkjuturni (sjá rökstuðning hér).
Ráðstefnan tókst vel og sóttu hana um 200 manns. Vinnueftirlitið hefur haldið árlega ráðstefnur í Vinnuverndarvikum sl. ellefu ár eða frá árinu 2000. Vikurnar eru ávallt haldnar seint í októbermánuði.
Sú nýbreytni var gerð núna að sett var upp sýning frá ýmsum fyrirtækjum sem tengjast á einn eða annan hátt viðhaldsverkefnum. Það er Vinnuverndarstofnun Evrópusambandsins sem leggur línurnar í vinnuverndarvikunum en Vinnueftirlitið er framkvæmdaraðili á Íslandi.
Verðlaunahafar 2010 ásamt forstjóra Vinnueftirlitsins, frá vinstri: Eyjólfur Jóhannsson frá Rafey, Hrólfur Jónsson frá Framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkur, Tómas Tómasson og Kolbeinn Kolbeinsson frá Ístak og Eyjólfur Sæmundsson forstjóri Vinnueftirlitsins.
Vinnuverndarvikan 25. - 29. október 2010 fjallar um öryggi við viðhaldsvinnu
ÖRUGG VIÐHALDSVINNA
UM EVRÓPSKU VINNUVERNDARVIKUNA 2010 OG 2011
Í tengslum við vinnuverndarvikunna 2010 óskar Vinnueftirlitið eftir ábendingum um fyrirmyndar fyrirtæki. Fyrirhugað er að veita allt að þrjár viðurkenningar til fyrirtækja sem sinna viðhaldi á framúrskarandi máta og skapa þannig öruggari og betri vinnuaðstæðum fyrir starfsfólkið. Viðurkenningar verða veittar á ráðstefnunni ÖRUGG VIÐHALDSVINNA á Grand Hótel 26. október 2010.
Tilnefna má fyrirtæki í flestum atvinnugreinum ef þau koma að viðhaldsvinnu. Dæmi um form viðhaldsvinnu sem hægt er tilnefna:
Viðgerðir, viðhald, prófun, eftirlit, mælingar, bilanaleit, þjónusta, smurning og hreinsun og margt fleira.
Atriði sem m.a. skal hafa í huga þegar frammistaða fyrirtækja er metin:
Hefur fyrirtækið gert áhættumat fyrir alla þætti viðhaldsvinnunnar þ.e. umhverfisþætti, vélar og tæki, efnanotkun, hreyfi- og stoðkerfi, og félagslega og andlega þætti?
Eru verk vel skipulögð?
Er athugað hvort vinnusvæði séu örugg áður en viðhaldsvinna hefst?
Eru til verklagsreglur og er farið eftir þeim?