Fréttir

Vinnuverndarvikan 2011

20.7.2009

Öruggt viðhald ? allra hagur
Evrópska vinnuverndarvikan 24.-28. október.
 
Eitt mannskæðasta vinnuslys sem orðið hefur í Norður-Evrópu síðustu áratugina varð á olíuborpallinum Piper Alpha í Norðursjó árið 1988. Þar fórust 167 einstaklingar. Slysið er eitt alvarlegasta dæmið sem til er um viðgerð sem endaði með skelfingu.
Viðhald og viðgerðir sem framkvæmdar eru eftir að búnaður bilar eru í eðli sínu hættuleg vinna. Þegar bilanir verða kemur upp óvanalegt ástand sem víkur frá venjunni og því sem starfsmenn t.d. í framleiðslufyrirtækjum eru að fást við á hverjum degi. Bilanirnar þýða líka tafir og kostnað og mikill þrýstingur getur verið á að koma hlutunum í lag aftur til að lágmarka tíma- og fjármunatapið. Þarna koma því saman tveir þættir sem geta orsakað slys; óvanalegar aðstæður sem menn jafnvel þekkja ekki að fullu og reyna jafnframt að ráða við á sem allra stystum tíma. Eðli bilana er því þannig að mikil hætta er á slysum í tengslum við þær. Enda sýna tölur að 10-15% af banaslysum við vinnu og 15-20% af öllum vinnuslysum í Evrópu tengjast viðhaldi og viðgerðum.
Í þessu ljósi er Evrópska vinnuverndarvikan haldin hér á landi, dagana 24.-28. október, undir slagorðinu Öruggt viðhald ? allra hagur. Það er Vinnueftirlitið sem leiðir framkvæmd vikunnar hér á landi og munu starfsmenn stofnunarinnar heimsækja vinnustaði meðan á vikunni stendur til að vekja athygli á nauðsyn þess að viðhaldsvinna sé ekki unnin nema að undangengnu áhættumati þar sem verkið er greint, áhættumetið og í framhaldinu gripið til þeirra ráðstafana sem nauðsynlegar eru til að fyrirbyggja slys eða frekara tjón. Jafnframt verður veitt fræðsla um gerð áhættumats viðhaldsvinnu og leiðbeiningar um gerð þess afhentar. Haldin verður ráðstefna á Grand Hótel Reykjavík á þriðjudag, þar sem sérfræðingar úr atvinnulífinu fjalla um ýmsa þætti er snúa m.a. að kerfisbundnu fyrirbyggjandi viðhaldi véla og tækja. Jafnframt verða kynntar aðferðir til að greina bilanir í búnaði á forstigum þannig að hægt sé að grípa inn í með fyrirbyggjandi aðgerðum áður en búnaðurinn bregst og bilar með þeim framleiðslustöðvunum, töfum og hættum sem bilunum fylgir.
Er það von Vinnueftirlitsins að með vinnuverndarvikunni takist að vekja athygli á þeim hættum sem fylgja viðhaldsvinnu og að í framhaldinu takist að fækka slysum tengdum slíkum störfum. Til að það náist þarf að fyrirbyggja bilanir, með kerfisbundnu fyrirbyggjandi viðhaldi, og áhættumeta viðhald og viðgerðir með það fyrir augum að fyrirbyggja hættu og frekara tjón.
Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um vinnuverndarvikuna og ráðstefnuna á heimsíðunni www.vinnueftirlit.is
 
Helgi Haraldsson
deildarstjóri tæknideildar
Vinnueftirlitsins
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Vinnuverndarvikan 2011
Áherslan er áfram þetta árið á viðhaldsvinnu eins og árið 2010 en nú verður horft til eftirfarandi þátta:
"Vélar og tæki" - "Framleiðslulínur" - "Lítil fyrirtæki í viðhaldsverkefnum"

Viðhaldsvinna öryggisins vegna!
Regluleg viðhaldsvinna er nauðsynleg til að halda búnaði, vélum og vinnuumhverfinu öruggu og traustu. Það hjálpar til við að koma í veg fyrir slysahættur á vinnustað. Skortur á viðhaldsvinnu eða ófullnægjandi viðhaldsvinna getur leitt til hættulegra aðstæðna, slysa og heilsutengdra vandamála.
Viðhaldsvinna er áhættusöm iðja. Hún þarf að vera framkvæmd með öruggum hætti!
Fullnægjandi viðhaldsvinna er nauðsynleg til að koma í veg fyrir hættur og til að hafa stjórn á áhættum á vinnustaðnum. Skortur á viðhaldsvinnu eða ófullnægjandi viðhaldsvinnu getur valdið alvarlegum og lífshættulegum slysum.
Mörg slys, á borð við það að renna, hrasa og detta, gerast vegna vöntunar á viðhaldsvinnu eða vegna lélegrar viðhaldsvinnu.
Ófullnægjandi viðhaldsvinna og skortur á reglulegri þjónustu í tengslum við byggingarbúnað og tæki getur leitt til bilunar í þeim og valdið slysum á stjórnendum þeirra og öðrum starfsmönnum (t.d. gölluð færibönd, kranar, lyftarar, skemmdir stigar, o.s.frv.)
Litlar viðhaldskröfur eru helstu undirliggjandi ástæður slysa í veitingageiranum. Flest slys sem verða vegna lélegrar viðhaldsvinnu tengjast búnaði eða eiga sér stað vegna leka eða að hellst hefur niður.
Nauðsynlegur öryggisbúnaður getur brugðist vegna ófullnægjandi viðhaldsvinnu og valdið alvarlegum slysum
Ýmsar upplýsingar um viðhaldsvinnu er að finna á heimasíðu EU-OSHA

 

Vinnuverndarvikan 2011 fjallar um öryggi við viðhaldsvinnu 

skrufukallinn_nytt 

ÖRUGG VIÐHALDSVINNA 


UM EVRÓPSKU VINNUVERNDARVIKUNA 2010 OG 2011 

Evrópska vinnuverndarstofnunin sem er með aðsetur í Bilbao á Spáni stendur árlega fyrir evrópsku vinnuverndarvikunni. Þetta sameiginlega átak Evrópuþjóða á þessu ári verður haldið í eina viku seinni hluta októbermánaðar nk. Markmiðið með vinnuverndarvikunni er að vekja athygli manna á ákveðnum þáttum í vinnuumhverfinu í þeim tilgangi að gera vinnustaðina heilsusamlegri og öruggari. Vinnueftirlitið sér um framkvæmd verkefnisins hér á landi.
Að þessu sinni beinist kastljósið að öryggi við viðhaldsvinnu. Viðhaldsvinna er nauðsynlegur þáttur á vinnustöðum, en viðhaldsvinnan sjálf getur verið hættuleg fyrir þá starfsmenn sem hana framkvæma. Það sýna tölur um vinnuslys sem verða við viðhaldsvinnu í Evrópu. Það er álitið að 10-15% af alvarlegum vinnuslysum megi rekja til viðhaldsvinnu og um 20% allra vinnuslysa geti tengst viðhaldsvinnu. Það er því full ástæða til að huga vel að allri skipulagningu og framkvæmd viðhaldsvinnu til að tryggja öryggi starfsmanna. Til að undirstrika mikilvægi verkefnisins hefur verið ákveðið að evrópska vinnuverndarvikan verði tileinkuð öryggi við viðhaldsvinnu tvö ár í röð, þ.e.a.s. árin 2010 og 2011. Slagorð vinnuverndarvikunnar að þessu sinni verður: Örugg viðhaldsvinna.