Fréttir

Vinnuverndarvikan 2005

6.10.2005

Fréttatilkynning
Evrópska vinnuverndarvikan 2005

Niður með hávaðann!

Er hávaði á þínum vinnustað? Ef svo er þá skiptir miklu máli að verjast honum til þess að útiloka m.a. heyrnartjón, eyrnasuð, slysahættu og streitu.

Markmiðið með vinnuverndarvikunni er að vekja athygli á skaðlegum áhrifum hávaða á vinnustöðum í þeim tilgangi að gera vinnustaðina heilsusamlegri og öruggari.

Tilkynnið um góð fordæmi !

Í tengslum við vinnuverndarvikuna er leitað sérstaklega eftir dæmum af vinnustöðum sem hafa náð góðum árangri í að draga úr eða koma í veg fyrir hávaða.

Fyrirtæki og einstaklingar eru hvattir til að senda Vinnueftirlitinu upplýsingar um slík fordæmi sem geta orðið öðrum til eftirbreytni. Vinnustöðum, sem þykja skara fram úr á þessu sviði, verða veittar viðurkenningar.
Tilkynningar má senda fyrir 10. október á netfangið; vinnuverndarvikan@ver.is

Dagskrá vinnuverndarvikunnar

Í vinnuverndarvikunni verður hrundið af stað upplýsingaátaki um hávaða og heyrnarvernd. Samhliða því munu eftirlitsmenn Vinnueftirlitsins heimsækja vinnustaði um allt land. Í þessum heimsóknum verða gerðar hávaðamælingar jafnframt verður athygli starfsmanna vinnustaðanna vakin á heilsuspillandi áhrifum hávaða og gildi forvarna.
Vinnustaðir sem hafa áhuga á því að fá slíka heimsókn eru hvattir til að hafa samband við Vinnueftirlitið fyrir 10. október á netfangið vinnuverndarvikan@ver.is