Fréttir

Vinnuverndarviðurkenning

2.12.2002

Félag byggingamanna í Eyjafirði hefur í samstarfi við Vinnueftirlitið veitt hurða- og gluggasmiðjunni Berki viðurkenningu fyrir góðan aðbúnað starfsmanna.  Var litið til starfsumhverfis, fjölskyldustefnu, vinnutíma og fleiri þátta sem þóttu til fyrirmyndar hjá fyrirtækinu.  Þau fyrirtæki sem skoðuð voru vegna viðurkenningarinnar voru um 20 talsins, starfandi á svæði félagsins og með fleiri en 6 starfsmenn.  Skoðanir voru framkvæmdar af fulltrúum frá félaginu ásamt með Ólafi B. Guðmundssyni frá VER. 
Fyrirhugað er að gera viðurkenningu sem þessa að árvissum viðburði.