Fréttir

Vinnuverndar- og réttindanámskeið fyrir bændur

19.9.2012

 
Vinnuverndar- og réttindanámskeið
fyrir bændur
 
Um hvað er námskeiðið?
Námskeiðið veitir bókleg réttindi til að stjórna dráttarvélum í réttindaflokki(I) og lyfturum (J). Námskeiðið er hefðbundið vinnuvélanámskeið en er aðlagað að þörfum bænda. Sérstaklega verður fjallað um gerð áætlunar um öryggi og heilbrigði (áhættumat starfa) á vinnustað og gerð æfing í því. Lagðir verða fram gátlistar fyrir bændur til að gera áhættumat. Námskeiðið skiptist í 4 hluta:
 
1. Hluti, fyrri dagur
 
1. Almenn kynning, lög, reglur og réttindi
2. Vinnuslys, atvinnusjúkdómar, persónuhlífar og líkamsbeiting
3. Börn og unglingar, vinna í lokuðu rými
4. Hávaði og lýsing. Hættuleg efni, notkun og geymsla.
5. Áhættumat fyrir bændur, gátlistar Vinnueftirlitsins o.fl.
 
2. Hluti, fyrri dagur
1. Eðlisfræði
2. Vökvafræði
3. Vélfræði
4. Rafgeymar
5. Öryggi við skurðgröft
 
3. Hluti, seinni dagur
Dráttarvélar með tækjabúnaði og dráttartæki, minni gerðir jarðvinnuvéla (<4 t)
í réttindaflokki (I)
 
4. Hluti, seinni dagur
Lyftarar með allt að 10 tonna lyftigetu í réttindaflokki (J)
 
Námskeiðinu lýkur með skriflegu krossaprófi
 
 
Fyrir hverja?
Námskeiðið er búið til fyrir bændur og er aðlagað að þeirra þörfum en allir sem hafa áhuga á að afla sér réttinda og þekkingar eru velkomnir.
 
Ávinningur
Bókleg réttindi á vinnuvélar í réttindaflokkum (I) t.d. dráttarvélar og minni gerðir jarðvinnuvéla (<4 t) og (J) (t.d. liðléttingar). Aukin þekking á vinnuverndarmálum og hvernig á að gera áhættumat starfa.
 
Hvernig?
Hvert námskeið er  2 x 6 klukkutímar. Kennt á 2 dögum og byggist upp á fyrirlestrum, myndum, myndböndum og hópverkefnum.
 
Skráning
Skráningar:  endurmenntun@lbhi.is   - Fram komi nafn, kennitala, heimili, sími og heiti námskeiðs eða hafa samband í síma: 433 5000.
Eftir að skráning er móttekin er gengið frá greiðslu á staðfestingargjaldi, með því að millifæra 8.400 kr (óafturkræft) á reikninginn 354-26-4237, kt. 411204-3590, og send kvittun á netfangið.
  
Áætluð námskeið, dagsetningar og staðsetningar.
 
·         þri. 30. okt. og mið. 31. okt. kl.10:00-17:00 í Ásgarði á Hvanneyri.
·         mán. 5. nóv. og þri. 6. nóv. kl.10:00-17:00. í V-Hún. (fer eftir skráningum)
·         mið. 7. nóv. og fim. 8. nóv. kl. 10:00-17:00. í A-Hún . (fer eftir skráningum)
·         mán. 12. nóv. og þri. 13. nóv. kl. 10:00-17:00. í Skagafirði. (fer eftir skráningum)
·         mið. 14. nóv. og fim. 15. nóv. kl 10:00-17:00. Kaffi kú að Garði í Eyjafjarðarsveit.
·         fim. 22. nóv. og fös. 23. nóv. kl 10:00-17:00. Í Holti í Önundarfirði.
  Verklegt próf í Botni við Súganda.
·         Þri. 4. des. og mið. 5. des.kl. 10:00-17:00.  Á Geirlandi. Verklegt próf í Eystra Hrauni.
·         Þri. 11. des. og mið. 12. des kl. 10:00-17:00. Á Stóra-Ármóti (áhugasamir um
  að fá námskeið að Hvolsvelli eru beðnir að láta vita við skráningu).