Fréttir

Vinnutengd líðan íslenskra hjúkrunarfræðinga

8.9.2008

Ýmsir vinnutengdir þættir tengjast andlegri og líkamlegri líðan íslenskra hjúkrunarfræðinga samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem birtist nýlega í International Journal of Nursing Studies. Höfundar eru Herdís Sveinsdóttir prófessor við Háskóla Íslands og Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, sérfræðingur á rannsókna- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlitsins/Rannsóknastofu í vinnuvernd.
Þrjú hundruð níutíu og einn hjúkrunarfræðingur svaraði spurningum um heilsufar og vinnu árið 2000. Af þessum hópi mátu 22% líkamlega heilsu sína slæma eða mjög slæma og 14% höfðu sömu sögu að segja um andlega líðan. Birtingarmyndir vanlíðanar voru af ýmsu tagi s.s. svefntruflanir, togstreita á milli vinnu og einkalífs, fjarvistir frá vinnu, einkenni frá stoðkerfi o.fl. Samspil ýmissa þátta í vinnu, einkalífi og félagslegu umhverfi varða miklu um andlega og líkamlega líðan hjúkrunarfræðinga. Sjá grein um Vinnutengda líðan íslenskra hjúkrunarfræðinga