Fréttir

Vinnuslys-slysagrunnur

30.11.2009

Atvinnurekendum ber að tilkynna um öll slys þar sem starfsmaður deyr eða verður óvinnufær í a.m.k. einn dag auk dagsins sem slysið varð.

Tilkynning um vinnuslys

Slys, þar sem líkur eru á að starfsmaður hafi orðið fyrir langvinnu eða varanlegu heilsutjóni, skal tilkynna Vinnueftirlitinu eigi siðar en innan sólarhrings svo að vettvangsrannsókn geti farið fram. Slysin skulu auk þess tilkynnt Vinnueftirlitinu skriflega innan viku á sérstöku eyðublaði.

Hægt er að fara á vef vinnuslysaskrárinnar með þvi að smella hér  en þar má fá upplýsingar um staðtölur vinnuslysa beint úr slysagrunninum, og nálgast eyðublað til að tilkynna um vinnuslys.

Vinnueftirlitið hefur hannað hjálpargögn fyrir skráningu vinnuslysa og óhappa innan fyrirtækja.

Nánari upplýsingar: leifur@ver.is