Fréttir

Vinnuskipulag, líðan og heilsufar starfsfólks í öldrunarþjónustu

17.2.2004

Grein um vinnuskipulag og líðan starfsfólks í öldrunarþjónustu birtist nýlega í tímaritinu WORK: A Journal of Prevention, Assessment & Rehabilitation. Greinin byggir á rannsókn sem var gerð á rannsókna- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlitsins. Í greininni er fjallað um samband vinnuskipulags og líðanar starfsmanna sem vinna á öldrunarstofnunum hér á landi. Niðurstöðurnar sýndu tengsl á milli tiltekinna vinnuskipulagsþátta og þess að vera andlega úrvinda í lok vinnudags, þess að finnast starfið andlega erfitt og lítillar starfsánægju. Þeir vinnuskipulagsþættir sem hér um ræðir voru t.d. tímaálag, óánægja með valdaskipulagið, óánægja með samskipti við yfirmenn, lélegt upplýsingaflæði og erfiðleikar við að samræma kröfur og væntingar vistmanna, starfsmanna og / eða yfirmanna. Þeir starfsmenn sem voru oftast andlega úrvinda í lok vinnudags og fannst starfið andlega erfitt voru líklegri en aðrir starfsmenn til að hafa þurft að leita læknis vegna vöðvabólgu, bakveiki, þunglyndis og svefnerfiðleika svo dæmi séu nefnd.

Þeim, sem vilja kynna sér efnið frekar, er bent á:

Rafnsdottir GL, Gunnarsdottir HK, Tomasson K. Work organization, well-being and health in geriatric care. WORK: A Journal of Prevention, Assessment & Rehabilitation. 2004;22:49-55.