Fréttir

Norræna vinnuumhverfisnefndin auglýsir styrki

17.5.2016

Norræna vinnuumhverfisnefndin styrkir verkefni sem leggja áherslu á að efla norrænt samstarf á sviði vinnuumhverfis. Auglýst er eftir styrkumsóknum sem leggja áherslu á þróun þekkingar og aðferða sem nýtast við vinnueftirlitsstarf. Jafnframt er kallað eftir umsóknum sem beina sjónum að þeim breytingum sem eiga sér stað í atvinnulífinu, áhrifum þeirra á vinnuumhverfi starfsmanna og viðbrögð.

Eftirfarandi lönd geta sótt um styrk: Ísland, Danmörk, Finnland, Noregur, Svíþjóð, Álandseyjar, Færeyjar og Grænland. Lögð er rík áhersla á að samvinna sé um verkefnin á meðal minnst þriggja Norðurlanda.

Umsóknarfrestur er til 15. ágúst 2016.