Fréttir

NIVA Nordic Tour

26.5.2017

Older_workerMálþing um áhrif vinnuumhverfisins á atvinnu-þátttöku eldri starfsmanna á Norðulöndunum.

Í tilefni af útkomu skýrslu um áhrif vinnuumhverfis á atvinnuþátttöku eldra starfsfólks á Norðurlöndunum stendur NIVA (Norræna fræðslustofnunin á sviði vinnuverndar) fyrir málþingi hér á landi 21.júní og fer það fram í sal Vinnueftirlitsins í Reykjavík að Dvergshöfða 2 frá kl. 13 - 16.

Á málþinginu mun Otto Melchior Paulsen hjá Dönsku rannsóknarstofnuninni í vinnuvernd kynna niðurstöður skýrslunnar, Jóhann Fr. Friðriksson fagstjóri hjá Vinnueftirlitinu mun fara yfir stöðu Íslands, Jónína Waagfjörð hjá VIRK mun ræða um endurkomu til vinnu meðal eldra starfsfólks, Harpa Ólafsdóttir hjá Eflingu og stjórnarmaður í Gildi lífeyrissjóði um ræða þeirra sýn á starfsumhverfi eldri starfsmanna og Sara L. Guðbergsdóttir lögfræðingur Fjármála-og efnahagsráðuneytisins mun ræða málefnið frá hlið vinnuveitenda.

Fyrirspurnir og umræður verða í lokin. Við hvetjum alla þá sem láta sig málefni eldra fólks á vinnumarkaði varða til þess að skrá sig á málþingið en aðgangur er án endurgjalds.

Málþingið verður einnig sent út á YouTube rás Vinnueftirlitsins .

Fyrirlestrar