Fréttir

NIVA námskeið 2018

18.12.2017

Norræna fræðslustofnunin í vinnuvernd, stendur fyrir 15 áhugaverðum námskeiðum á sviði vinnuverndar á árinu 2018 en þau eru haldin víðs vegar á Norðurlöndunum. Listi yfir námskeiðin er birtur á heimasíðu Vinnueftirlitsins .

Eitt námskeiðanna er haldið sem fjarnámskeið.

Námskeiðin eru einkum ætluð þjónustuaðilum og sérfræðingum á sviði vinnuverndar, opinberum aðilum og þeim sem stunda nám eða starfa á sviði vinnuverndar, en geta jafnframt gagnast öðrum.

Sjá má nánari upplýsingar um hvert námskeið á heimasíðu Norrænu fræðslustofnunarinna í vinnuvernd