Fréttir

Námskeið til að gerast viðurkenndur þjónustuaðili í vinnuvernd

12.1.2018

Vinnueftirlitið heldur námskeið fyrir þá sem vilja hljóta viðurkenningu sem sérfræðingar og þjónustuaðilar í vinnuvernd. Námskeiðið er dagana 24. til 26. janúar og er haldið í húsnæði Vinnueftirlitsins að Dvergshöfða 2. 2 hæð.

Viðurkenndur þjónustuaðili er fyrirtæki sem Vinnueftirlitið hefur viðurkennt, á grundvelli reglugerðar nr. 730/2012 , og hefur ráðið til sín viðurkennda sérfræðinga eða hefur gert samning við aðra viðurkennda þjónustuaðila eða sérfræðinga, þannig að innan fyrirtækisins sé fullnægjandi þekking til að bregðast við hættum í vinnuumhverfi eða hvers konar öðrum óþægindum vegna vinnuvistfræðilegra þátta á vinnustað.

Sjá nánar um skilyrði þess að hljóta viðurkenningu á:
http://vinnueftirlit.is/vinnuvernd/thjonustuadilar-i-vinnuvernd/