Fréttir

Námskeið fyrir þjónustuaðila í vinnuvernd

9.1.2020

Námskeiðið er ætlað þeim sem hyggjast sækja um viðurkenningu til að veita atvinnurekendum þjónustu við gerða áætlana um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum, sbr. reglugerð nr. 730/2012 en skylt er að hafa viðurkenningu Vinnueftirlitsins áður en slík þjónusta er veitt. Forsenda þess að hljóta viðurkenningu er að hafa lokið framangreindu námskeiði.

Á námskeiðinu verður varpað ljósi á þann ramma sem gildir um vinnuverndarstarf á Íslandi, veitt fræðsla um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum og um íslensk lög og reglur á sviði vinnuverndar, sjá nánar í námskrá fyrir námskeiðið.

Viðveruskylda er á námskeiðinu sem lýkur með krossaprófi. Námskeiðsgögn (glærur) verða send þátttakendum fyrir námskeiðið.

Umsókn

Umsækjendur eru hvattir til þess að senda inn umsókn sem allra fyrst þannig að hægt sé að meta hæfni til viðurkenningar fyrir námskeiðið. Væntanlegir umsækjendur skulu hafa menntun á heilbrigðissviði, í félagsvísindum, á tæknisviði eða öðrum sambærilegum sérsviðum og hafa grunnþekkingu til að meta og bregðast við hættum eða hvers konar öðrum óþægindum vegna vinnuvistfræðilegra þátta.

Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar um viðmið við mat áhæfni

Mikilvægt er að upplýsingar um menntun og reynslu fylgi umsókn. Staðfesting á menntun og námskeiðum skal fylgja umsókn. Umsókn sendist á netfangið torunn@ver.is.

Skráning á námskeiðið

Staðsetning: Vinnueftirlitið, Dvergshöfða 2, fundarsalur ESJA 2. hæð, 110 Reykjavík

Tímasetning: 29.-31. janúar 2020, kl. 8:30-16:00.