Fréttir

Námskeið fyrir sendendur hættulegs varnings

3.9.2015

FLUTNINGUR Á HÆTTULEGUM FARMI

Skyldur sendanda

Í gildi er hér á landi reglugerð nr. 1077/2010 um flutning á hættulegum farmi á vegum sem byggir á svokölluðu ADR-samkomulagi eða ADR-reglum.

Vinnueftirlitið mun bjóða upp á námskeið fyrir sendendur hættulegs varnings þar sem m.a. verður fjallað um:

  • ADR-reglurnar
  • Hvað er hættulegur varningur
  • Skyldur sendanda;
    - Val á umbúðum
    - Merkingar umbúða
    - Farmbréf 
  • Undanþágur

Tími: Fimmtudagurinn 1. október kl. 09:00 – 12:00.

Staður: Rafiðnaðarskólinn, Stórhöfða 27, 110 Reykjavík.

Þátttökugjald: 24.000:- kr. (innifalið í þátttökugjaldinu er ADR-handbók Vinnueftirlitsins).

Skrá skal þátttöku og greiða þátttökugjald í síðasta lagi föstudaginn 25. september 2015. Skráning á slóðinni http://skraning.ver.is

Nánari upplýsingar hjá skrifstofu Vinnueftirlitsins Bíldshöfða 16, Reykjavík, s. 550 4600