Fréttir

Námskeið fyrir framleiðendur og innflytjendur véla

5.3.2015

Staðlaráð í samvinnu við Vinnueftirlitið heldur námskeið dagana 18. og 19. mars fyrir framleiðendur og innflytjendur um CE merkingu véla. Markmiðið er að þátttakendur verði færir um að greina hvort vörur falli undir vélatilskipun ESB og læri hvernig á að CE-merkja slíkar vörur.

Óheimilt er að markaðssetja vörur án CE-merkis á Evrópska efnahagssvæðinu, heyri þær undir svokallaðar nýaðferðartilskipanir Evrópusambandsins. Því er brýnt fyrir framleiðendur og innflytjendur véla að gæta að því hvort vörur þeirra heyri undir tilskipanirnar og uppfylli kröfur þeirra. Framleiðendur og innflytjendur bera sjálfir ábyrgð á að vörur þeirra séu CE-merktar, ef við á. Eftir að varan hefur verið CE-merkt má markaðssetja hana án hindrana í öllum löndum EFTA og ESB.

Dagsetning námskeiðs: 18. mars kl. 13:00-16:40 og 19. mars kl. 8:30-12:40
Staðsetning námskeiðs: Staðlaráð Íslands, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík