Fréttir
  • Tölva á vinnuborði

Næstu námskeið Vinnueftirlitsins

25.2.2021

Vinnueftirlitið býður upp á fjölbreytt námskeið tengd vinnuvélum, vinnuvernd, efnum og efnahættum. Flest námskeiðin eru kennd í gegnum Teams fjarfundakerfið. Í mars eru eftirfarandi námskeið í boði.

Vinnuvélanámskeið

9. – 11. mars og 29. - 31. mars

Frumnámskeið á íslensku:
Námskeiðið veitir bókleg réttindi á minni vinnuvélar eins og dráttarvélar og lyftara.

16. – 18. mars

Byggingakrananámskeið – túlkað á pólsku/Construction Cranes course - translated to Polish:
Námskeiðið veitir bókleg réttindi á byggingakrana og hafnarkrana >18 tm.
The course grants theoretical certification for Construction cranes and Harbour cranes >18 tm.

23. – 25. mars/march

Frumnámskeið á ensku/Primary course in English:
Námskeiðið veitir bókleg réttindi á minni vinnuvélar eins og dráttarvélar og lyftara.
The course grants theoretical certification for smaller sizes of working machines like tractors and forklifts.

Vinnuverndarnámskeið

 

8. – 15. mars

Netnámskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði:
Námskeiðið er ætlað öryggistrúnaðarmönnum og -vörðum hvort sem þeir eru nýir í þeim hlutverkum eða hafa gegnt þeim lengi. Tilgangurinn er að efla þekkingu þeirra á vinnuverndarmálum. Áhersla er lögð á forvarnir gegn helstu áhættuþáttum í vinnuumhverfi og þróun öryggismenningar. Námskeiðið er einnig opið öðrum sem hafa áhuga á vinnuverndarmálum. Námskeiðið nemur einum og hálfum námskeiðsdegi en er aðgengilegt þátttakendum í sjö daga þannig að þeir geta hagað tímanum að vild innan þess ramma.

12. mars

Góð líkamsbeiting gulli betri:
Stoðkerfisvandi er önnur helsta ástæða örorku á Íslandi og því mjög brýnt að vinnustaðir landsins hugi vel að líkamsbeitingu starfsfólks er það innir störf sín af hendi. Hér er tækifæri til að kynna sér þær forvarnir sem unnt er að grípa til á vinnustöðum til að koma megi í veg fyrir stoðkerfisvanda meðal starfsfólks en á námskeiðinu er kennd líkamsbeiting við alla vinnu - hvort sem unnið er sitjandi, standandi eða við það að lyfta byrðum.

19. mars

Félagslegt vinnuumhverfi:
Námskeiðið er ætlað öllum sem hafa áhuga á að efla félagslegt vinnuumhverfi á vinnustöðum sínum, jafnt stjórnendum sem starfsfólki. Á námskeiðinu er meðal annars fjallað um hvað vinnustaðir geta gert til að greina og meta áhættuþætti sem tengjast félagslega vinnuumhverfinu og hvernig efla megi sálfélagslegt öryggi á vinnustöðum. Þá er farið yfir stefnu og viðbragðsáætlun gegn einelti og kynferðislegri áreitni á vinnustað. Það er ávallt mikilvægt að stjórnendur sýni umhyggju fyrir velferð starfsmanna sinna sem aftur skilar sér í góðum starfsanda, ánægðu starfsfólki og aukinni framleiðni.

Námskeið um efni og efnahættur

 

11. mars

Efnahættur á rannsóknarstofum:
Þátttakendur fræðast um efnahættur. Þá er farið yfir reglur um notkun hættulegra efna og hvernig upplýsingagjöf skuli háttað. Námskeiðið er ætlað þeim sem starfa á rannsókna- og tilraunastofum þar sem hættuleg efni í föstu, fljótandi eða loftkenndu ástandi eru notuð.

16. mars/march

Asbestnámskeið á ensku/Course on removal of asbestos in English:
Á námskeiðinu er fjallað um asbest og hættuna sem af því stafar. Námskeiðið veitir réttindi til vinnu við asbestverk er valda tiltölulega lítilli mengun. Námskeiðið er forsenda þess að öðlast slík réttindi.
The course is lecture based on what asbestos is and the hazards it poses. Those finishing the course gain a licence to work on asbestos removal that creates relatively small amount of pollution. The licence is required by law for such work.

25. mars

Efnanotkun og áhættumat:
Þátttakendur fræðast um efni og efnahættur. Þá er farið yfir reglur um notkun hættulegra efna og hvernig upplýsingagjöf skuli háttað. Eins verður farið yfir áhættumat vegna varasamra efna. Námskeiðið er ætlað stjórnendum, starfsmönnum og sérfræðingum fyrirtækja sem nota hættuleg efni.

 Nánari upplýsingar og skráning

Allar nánari upplýsingar um námskeiðin er að finna undir liðnum fræðsla á heimasíðu Vinnueftirlitsins vinnueftirlit.is.

Skráning fer fram á slóðinni skraning.ver.is en þar er jafnframt að finna ítarlegri námskeiðslýsingar.