Fréttir

MSRA, sýklalyfjaþolnir gerlar

2.12.2015

Gerlarnir eru útbreiddir í svínabúum í Danmörku og er staðan mun verri þar en á hinum Norðurlöndunum. Talið er að 4 einstaklingar hafi látist af MSRA í Danmörku á árunum 2012-14.

Nægileg suða kjöts eyðir MRSA, þrifnaður er mikilvægur til að forðast smit og útbreiðslu gerilsins. Einnig er mikilvægt að hver og einn hafi sína notahluti sér fyrir sig, það á við um t.d. handklæði. Alkóhól og sótthreinsandi ammoníumsalt eru góð sótthreinsiefni gegn MRSA. Handþvottur er mjög mikilvægur.

Til að verjast smiti þurfa starfsmenna að tileinka sér vönduð vinnubrögð og nota réttar líkamsvarnir til að verjast snertingu. Einnig þarf að varna því að úði eða eimur komist í öndunarfærin.
Réttir hanskar, fatnaður og líkamshlífar koma í veg fyrir húðsmit og öndunargrímur geta hindrað smit með úða.

Ítarlegri umfjöllun um málið fá finna í pistli um MSRA sýklalyfjaþolna gerla hér á vefnum.