Fréttir

Mikilvægi heilsueflingar á íslenskum vinnumarkaði

18.5.2016

Á fimmtudaginn 19. maí standa Forsætisráðuneytið og Samtök atvinnulífsins ásamt Vinnueftirlitinu fyrir málþingi um mikilvægi heilsueflingar á íslenskum vinnumarkaði.

Málþingið er öllum opið og er þátttaka án endurgjalds.

Markmið málþingsins er að kynna stöðu heilsueflingar á íslenskum vinnumarkaði, ávinning af vandaðri heilsueflingu og þeim möguleikum sem felast í henni fyrir atvinnurekendur, starfsmenn og samfélagið.

Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á netfangið heilsuefling@heilsuefling.is


Málþing um heilsueflingu á íslenskum vinnumarkaði