Fréttir
  • Setstaða

Líkamsbeiting við vinnu

26.11.2020

Vinnueftirlitið efndi á dögunum til átaks á facebook um líkamsbeitingu við vinnu og deildi þar góðum og gagnreyndum ráðum. Ráðleggingarnar lúta að líkamsbeitingu, búnaði og ýmsum þáttum sem mikilvægt er að huga að í vinnuumhverfinu. Nú hefur öllum ráðleggingunum verið safnað saman á einn stað.

Líkamsbeiting við vinnu

Átakið var hluti af Vinnuverndarvikunni 2020 sem að þessu sinni var tileinkuð heilbrigðu stoðkerfi. Ráðin ættu að gagnast öllu vinnandi fólki og er gott að minna sig reglulega á.