Fréttir
  • Morgunfundur 25. nóv. 2021

Líðan starfsfólks og leiðir til velsældar – morgunfundur

9.2.2021

Vinnueftirlitið, VIRK og Embætti landlæknis efna til morgunfundar undir yfirskriftinni ֦Líðan starfsfólks og leiðir til velsældar” fimmtudaginn 25. febrúar nk. frá kl. 8.15 – 10.00.

Umfjöllunarefni fundarins er líðan starfsfólks á vinnustöðum og leiðir til að efla velsæld á tímum Covid-19 en sérstaklega verður fjallað um hvað vinnustaðir geta gert til að bæta líðan starfsfólks.

Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðstjóri hjá Embætti landlæknis, Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Samkaupum, og Hildur Atladóttir, leiðtogi heilbrigðismála hjá ÍSAL, halda erindi á fundinum.

Morgunfundinum verður í beinu streymi en hann er sjöundi í fundarröð um heilsueflingu á vinnustöðum og hluti af samstarfi Vinnueftirlitsins, VIRK og Embættis landlæknis um heilsueflingu og forvarnir á vinnustöðum.

Markmið samstarfsins er að stuðla að betri heilsu og vellíðan vinnandi fólks, koma í veg fyrir kulnun og draga úr ótímabæru brotthvarfi af vinnumarkaði.

Streymi frá fundinum