Fréttir
  • Handþvottur

Leiðbeiningar og fræðsluefni í tengslum við COVID-19

8.10.2020

Á COVID-19 síðu Vinnueftirlitsins má nálgast tilkynningar, leiðbeiningar og fræðsluefni gefið út af Vinnueftirlitinu í tengslum við COVID-19. Efnið snýr að vinnustöðum og vinnuvernd. Þar er meðal annars fjallað um gerð áhættumats á vinnustöðum, gefnar leiðbeiningar til starfsmanna sem vinna við þrif og góð ráð í fjarvinnu. Þá er fjallað um vinnuumhverfið og líkamsbeitingu við heimavinnu, sóttvarnir á vinnustað og margt fleira. Hluti efnisins hefur jafnframt verið þýtt á ensku og pólsku.

Þá er vert að minna á hvernig bregðast skal við ef grunur vaknar um COVID-19 sýkingu á vinnustað. Ýmsar leiðbeiningar er að finna á Covid.is og þar er jafnframt að finna ítarlegar leiðbeiningar frá Embætti landlæknis og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra um ferilinn ef upp kemur smit.

Eins er minnt á það að þeir sem ekki hafa þess kost að vinna heima næstu daga og vikur þurfa að gæta sérlega vel að tveggja metra reglunni, handhreinsun og að draga úr samneyti við aðra eins mikið og kostur er. Þar sem ekki er hægt að halda tveggja metra bili ætti að nota hlífðargrímur.